Félag stjórnmálafræðinga

Velkomin á heimasíðu Félags stjórnmálafræðinga

Þriðjudagur, 29. október, 2024: Harris eða Trump: Vesturlönd á krossgötum?

(smellið á myndina fyrir nánari upplýsingar)

Félag stjórnmálafræðinga, Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ standa fyrir pallborði um bandarísku forsetakosningarnar þar sem einvalalið sérfræðinga mun rýna í stöðu kosningabaráttunnar, skoðanakannanir, fjölmiðlaumfjöllun og framtíðarsýn frambjóðenda. Þriðjudaginn 29. október kl. 16:00-17:00, Lögbergi 101, Háskóla Íslands.

Við munum rýna í stöðu kosningabaráttunnar eins og hún kemur okkur fyrir sjónir tæpri viku fyrir kjördag, ræða áhrifamátt fjölmiðla og samfélagsmiðla við að móta skoðanir kjósenda og velta fyrir okkur mögulegum áhrifum úrslitanna á bæði Bandaríkin sjálf sem og heimsbyggðina alla.

Þátttakendur í pallborði eru:

Umræðustjóri verður Svanhildur Þorvaldsdóttir, formaður Félags stjórnmálafræðinga og dósent við Stjórnmálafræðideild HÍ.

Fundurinn er opinn öllum og mun fara fram á íslensku. Aðgangur er ókeypis.

Um Félag stjórnmálafræðinga:

Félag stjórnmálafræðinga er fagfélag stjórnmálafræðinga á Íslandi. Meginmarkmið félagsins er að efla veg greinarinnar í hvívetna. Þessi síða er hugsuð sem vettvangur stjórnmálafræðinga. Öll sem lokið hafa prófi í stjórnmálafræðum frá viðurkenndum háskóla eru gjaldgeng í Félag stjórnmálafræðinga.

No matching items