Félag stjórnmálafræðinga
Velkomin á heimasíðu Félags stjórnmálafræðinga
Þriðjudagur, 29. október, 2024: Harris eða Trump: Vesturlönd á krossgötum?
(smellið á myndina fyrir nánari upplýsingar)
Félag stjórnmálafræðinga, Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ standa fyrir pallborði um bandarísku forsetakosningarnar þar sem einvalalið sérfræðinga mun rýna í stöðu kosningabaráttunnar, skoðanakannanir, fjölmiðlaumfjöllun og framtíðarsýn frambjóðenda. Þriðjudaginn 29. október kl. 16:00-17:00, Lögbergi 101, Háskóla Íslands.
Við munum rýna í stöðu kosningabaráttunnar eins og hún kemur okkur fyrir sjónir tæpri viku fyrir kjördag, ræða áhrifamátt fjölmiðla og samfélagsmiðla við að móta skoðanir kjósenda og velta fyrir okkur mögulegum áhrifum úrslitanna á bæði Bandaríkin sjálf sem og heimsbyggðina alla.
Þátttakendur í pallborði eru:
Birta Björnsdóttir, yfirmaður erlendra frétta á fréttastofu RÚV
Erlingur Erlingsson, fyrrv. staðgengill sendiherra í Washington, D.C.
Hafsteinn B. Einarsson, nýdoktor við Stjórnmálafræðideild HÍ
Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor við Stjórnmálafræðideild HÍ
Umræðustjóri verður Svanhildur Þorvaldsdóttir, formaður Félags stjórnmálafræðinga og dósent við Stjórnmálafræðideild HÍ.
Fundurinn er opinn öllum og mun fara fram á íslensku. Aðgangur er ókeypis.
Um Félag stjórnmálafræðinga:
Félag stjórnmálafræðinga er fagfélag stjórnmálafræðinga á Íslandi. Meginmarkmið félagsins er að efla veg greinarinnar í hvívetna. Þessi síða er hugsuð sem vettvangur stjórnmálafræðinga. Öll sem lokið hafa prófi í stjórnmálafræðum frá viðurkenndum háskóla eru gjaldgeng í Félag stjórnmálafræðinga.