Verðlaun fyrir lokaritgerð

Verðlaun Félags stjórnmálafræðinga fyrir framúrskarandi lokaritgerðir í stjórnmálafræði

Félag stjórnmálafræðinga hefur frá árinu 2016 veitt verðlaun fyrir framúrskarandi lokaritgerðir í stjórnmálafræði nemenda sem útskrifuðust á árinu á undan. Veitt er ein verðlaun fyrir BA ritgerð og ein verðlaun fyrir meistararitgerð. Til álita koma allar þær ritgerðir í stjórnmálafræði sem fá einkunina 9,0 og yfir, og er kallað eftir ritgerðum frá stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, félagsvísindadeild Háskólans á Bifröst og Hug- og félagsvísindasviði Háskólans á Akureyri. Stjórn félagsins skipar á hverju ári tvær 3ja til 4ra manna dómnefndir, eina fyrir ritgerðir á BA stigi og eina fyrir ritgerðir á meistarastig. Dómnefndir skipta með sér verkum þar sem allir lesa þrjár til fjórar ritgerðir. Hver og einn í dómnefnd tilnefnir eina ritgerð sem allir í dómnefndinni lesa og dómnefndirnar koma sér saman um hvaða ritgerðir hljóta verðlaunin.

Verðlaun ársins 2023 voru að venju afhent á degi stjórnmálafræðinnar. Í ár hlaut Bríet Breiðfjörð Einarsdóttir verðlaun fyrir meistararitgerð sína, “Dropinn holar steininn: Upplifun fjölmiðla– og stjórnmálafólks af óvæginni umræðu og áreitni á netinu” og Sara Þöll Finnbogadóttir hlaut verðlaun fyrir BA-ritgerð sína, “Skuggakosningar í framhaldsskólum: Kosningaþátttaka og lýðræðisvitund ungs fólks”.

Verðlaunahafar ársins 2023 ásamt leiðbeinendum

Verðlaunahafar, ritgerðir sem hafa verið tilnefndar og dómnefndir hvers árs:

Verðlaunaritgerðir 2022 (verðlaun veitt 2023)

Verðlaunahafi og ritgerð á BA stigi:

Sara Þöll Finnbogadóttir, Skuggakosningar í framhaldsskólum: Kosningaþátttaka og lýðræðisvitund ungs fólks. Leiðbeinandi: Eva H. Önnudóttir.

Aðrar ritgerðir sem tilnefndar á BA stigi voru:

Hjalti Björn Hrafnkelsson, Píratar og teknópopúlismi á Íslandi. Leiðbeinandi: Gunnar Helgi Kristinsson.

Oddur Þórðarson, Ímyndaðar ímyndarkrísur: Áhrif sjálfsmyndar Íslendinga á þjóðfélagsumræðu hrunstímans. Leiðbeinandi: Birgir Hermannsson.

Dómnefnd: Grétar Þór Eyþórsson, Unnur Margrét Arnardóttir og Viktor Orri Valgarðsson.

Verðlaunahafi og ritgerð á meistarastigi:

Bríet Breiðfjörð Einarsdóttir, Dropinn holar steininn: Upplifun fjölmiðla – og stjórnmálafólks af óvæginni umræðu og áreitni á netinu. Leiðbeinandi: Jón Gunnar Ólafsson.

Aðrar ritgerðir sem tilnefndar á meistararstigi voru:

Matthildur María Rafnsdóttir, The New Arctic: A Sanctuary or a Globalized Region of Potential Leiðbeinandi: Silja Bára Ómarsdóttir.

Oleana Samar, Beyond Resettlement: Complementary Pathways to Protection in the EU Leiðbeinandi: Baldur Þórhallsson.

Thomas A. J. Stude de Mello Vidal, Small States and NATO: Membership Determined by History. Leiðbeinandi: Baldur Þórhallsson.

Dómnefnd: Eva Bjarnadóttir, G. Rósa Eyvindardóttir, Svanhildur Þorvaldsdóttir og Valgerður Björk Pálsdóttir.

Verðlaunaritgerðir 2021 (verðlaun veitt 2022)

Verðlaunahafi og ritgerð á BA stigi:

Reynir Bragi Ragnarsson, Transparency in the Age of Uncertainty: A Comparative Analysis of the Government Communication Strategies of Iceland and the United States during the COVID-19 Pandemic.. Leiðbeinandi: Eva H. Önnudóttir.

Aðrar ritgerðir sem tilnefndar á BA stigi voru:

Kolbeinn Arnarson, Er vottun beitar ferð til fjár? Landnýtingarþáttur gæðastýringar í sauðfjárrækt í ljósi útfærslukenninga.. Leiðbeinandi: Gunnar Helgi Kristinsson.

Eva Laufey Eggertsdóttir, Hagræn kosningahegðun í sveitarstjórnarkosningum: Áhrif staðbundins efnahagsástands á niðurstöður sveitarstjórnarkosninga á Íslandi 2006-2018.. Leiðbeinandi: Agnar Freyr Helgason.

Dómnefnd: Grétar Þór Eyþórsson, G. Rósa Eyvindardóttir, Jón Gunnar Ólafsson og Unnur Margrét Arnardóttir.

Verðlaunahafi og ritgerð á meistarastigi:

Þórhalla Rein, Fyrstu viðbrögð á fordæmalausum tímum: samvinna, samkeppni og kynjuð leiðtogahæfni í heimsfaraldri COVID-19.. Leiðbeinandi: Silja Bára Ómarsdóttir.

Aðrar ritgerðir sem tilnefndar á meistararstigi voru:

Erla Sigríður Ragnarsdóttir, Vinnumat framhaldsskólakennara sem stjórntæki hins opinbera. Er það að virka? Leiðbeinandi: Eva Marín Hlynsdóttir.

Embla Sól Þórólfsdóttir, Skekkjast fréttir á langri leið? Orðræðugreining á umfjöllun íslenskra fjölmiðla um málefni Afríku. Leiðbeinendur: Silja Bára Ómarsdóttir og Jón Gunnar Ólafsson.

Karen Bragadóttir, Hlutverk milli stjórnenda í opinberri nýsköpun. Hvað á ég, hvað má ég?. Leiðbeinandi: Magnús Þór Torfason.

Dómnefnd: Agnar Freyr Helgason, Eva Bjarnadóttir, Ólafur Þ. Harðarson og Viktor Orri Valgarðsson.

Verðlaunaritgerðir 2020 (verðlaun veitt 2021)

Verðlaunahafi og ritgerð á BA stigi:

Anastasía Jónsdóttir, Ef þú vilt komast inn í samfélag, þá er háskólinn sú stofnun sem aðstoðar þig við að gerast þátttakandi í því samfélagi: Æðri menntun fyrir frekari aðlögun flóttafólks.. Leiðbeinandi: Eva Bjarnadóttir.

Aðrar ritgerðir sem tilnefndar á BA stigi voru:

Bergur Frostason, Ný-lýðhyggja. Er hún frábrugðin hefðbundinni lýðhyggju og á hvaða hátt? Leiðbeinandi: Ólafur Þ. Harðarson.

Esther Jónsdóttir, Limitations to Indigenous Peoples Participation in the Arctic Council. Leiðbeinandi: Page Wilson.

Dómnefnd: Grétar Þór Eyþórsson, Jón Gunnar Ólafsson og Sigurður Ólafsson.

Verðlaunahafi og ritgerð á meistarastigi:

Ingileif Oddsdóttir, Stytting námstíma til stúdentsprófs. Aðdragandi, stefnumótun og framkvæmd. Leiðbeinandi: Margrét S. Björnsdóttir.

Aðrar ritgerðir sem tilnefndar á meistararstigi voru:

Katrín Hjörleifsdóttir, Stjórntæki. Skyndilausnir eða “Hið heilaga orð”. Leiðbeinandi: Eva Marín Hlynsdóttir.

Lindsey Mitchell, Theoretical Understanding of Corruption in Iceland : Assessing the Fit of Principal-Agent and Collective Action Theory. Leiðbeinandi: Gunnar Helgi Kristinsson.

Árný Lára Sigurðardóttir, Kyn- og frjósemisréttindi kvenna í friðar- og öryggisstefnum ríkja. Leiðbeinandi: Silja Bára Ómarsdóttir.

Alfa Dröfn Jóhannsdóttir, Hið kvenlæga dufl. Framtíðarsýn Grímseyinga. Leiðbeinendur: Andrea Sigrún Hjálmsdóttir og Þoróddur Bjarnason.

Dómnefnd: Agnar Freyr Helgason, Bjarni Bragi Kjartansson, Eva Bjarnadóttir, G. Rósa Eyvindardóttir og Sigurlaug Anna Jónsdóttir.

Verðlaunaritgerðir 2019 (verðlaun veitt 2020)

Verðlaunahafi og ritgerð á BA stigi:

Eiríkur Búi Halldórsson, Lækkandi kosningaþátttaka á Íslandi: Kynslóð latra kjósenda? Leiðbeinandi: Eva H. Önnudóttir.

Aðrar ritgerðir sem tilnefndar á BA stigi voru:

Eiður Þór Árnason, Ef leyndin er í boði þá nýta menn sér hana; Reynsla blaðamanna af íslenskum upplýsingalögum. Leiðbeinandi: Eva Marín Hlynsdóttir.

Margrét Líf Ólafsdóttur, Framhald eða frávik? Innflytjendastefna Bandaríkjanna í embættistíð Trump. Leiðbeinandi: Silja Bára Ómarsdóttir.

Birna Heiðarsdóttir, Það þarf að gæta jafnréttis en það er ekki til staðar. Dagskrárvald ríkisútvarpsins í sambandi við þjóðkirkjuna. Leiðbeinandi: Sigrún Stefánsdóttir.

Dómnefnd: Agnar Freyr Helgason, Eva Marín Hlynsdóttir, G. Rósa Eyvindardóttir og Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir, Grétar Þór Eyþórsson.

Verðlaunahafi og ritgerð á meistarastigi:

Sóley Margrét Rafnsdóttir, Champions of the Arctic? A comparative analysis of the Arctic policies and practices of China and Japan. Leiðbeinandi: Page Wilson.

Aðrar ritgerðir sem tilnefndar á meistararstigi voru:

Þórlaug Borg Ágústsdóttir, Cyberthreats to Democracies. Constructed Dangers to Democratic Functions. Leiðbeinandi: Gunnar Helgi Kristinsson.

Ástríður Jónsdóttir, Fullveldi í mótun: Framþróun í sjálfstæðisbaráttu Grænlendinga. Leiðbeinandi: Silja Bára Ómarsdóttir.

Dómnefnd: Bjarni Bragi Kjartansson, Eva Bjarnadóttir, Eva Marín Hlynsdóttir og G. Rósa Eyvindardóttir.

Verðlaunaritgerðir 2018 (verðlaun veitt 2019)

Verðlaunahafi og ritgerð á BA stigi:

Rakel Guðmundsdóttir, Gerir margt smátt eitt stórt? Vistvæn neysluhyggja sem lausn á loftslagsvandanum. Leiðbeinandi: Silja Bára Ómarsdóttir.

Dómnefnd: G.Rósa Eyvindardóttir, Grétar Þór Eyþórsson og Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir.

Verðlaunahafi og ritgerð á meistarastigi:

Sigrún Lóa Kristjánsdóttir, Mat á árangri háskóla. Listar „bestu” háskóla heims”. Leiðbeinandi: Ómar H. Kristmundsson.

Dómnefnd: Bjarni Bragi Kjartansson, G.Rósa Eyvindardóttir og Eva Bjarnadóttir.

Verðlaunaritgerðir 2017 (verðlaun veitt 2018)

Verðlaunahafi og ritgerð á BA stigi:

Ívar Vincent Smárason, Kína á krossgötum: Hvað útskýrir breytta hegðun Kína gagnvart Norður-Kóreu. Leiðbeinandi: Silja Bára Ómarsdóttir.

Dómnefnd: Agnar Freyr Helgason, G.Rósa Eyvindardóttir, Grétar Þór Eyþórsson og Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir.

Verðlaunahafi og ritgerð á meistarastigi:

Fjóla Dögg Hjaltadóttir, Human Trafficking in Latin America – Two applicable measures to reduce the demand. Leiðbeinandi: Hólmfríður Garðarsdóttir.

Aðrar ritgerðir sem tilnefndar á meistarastigi voru:

Ríkey Sigurbjörnsdóttir, Stuðningur við millistjórnendur sveitarfélaga sem ekki hafa mannauðsstjóra í starfi. Leiðbeinandi: Eva Marín Hlynsdóttir.

Jóhanna Sigurjónsdóttir, Tengslanet í opinberri stjórnsýslu: Stjórnsýsluleg staða Fjármálaeftirlitsins og lýðræðisleg ábyrgð. Leiðbeinandi: Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir.

Dómnefnd: Bjarni Bragi Kjartansson, Eva Marín Hlynsdóttir og Hafsteinn Einarsson.

Verðlaunaritgerðir 2016 (verðlaun veitt 2017)

Verðlaunahafi og ritgerð á BA stigi:

Hafþór Reinhardsson, Möguleikar smáríkis til áhrifa í alþjóðasamfélaginu: Er Ísland frumkvöðull á sviði gilda og viðmiða? Leiðbeinandi: Baldur Þórhallson.

Aðrar ritgerðir sem tilnefndar á BA stigi voru:

Pétur Arnar Pétursson Dam, Stjórnmálaþátttaka homo oeconomicus. Tengslin á milli lýðræðis og skynsemi. Leiðbeinandi: Svanur Kristjánsson.

Ellen Nadia Gylfadóttir, Valdabarátta Írans og Sádí-Arabíu. Borgarastríð i Jemen. Leiðbeinandi: Silja Bára Ómarsdóttir.

Birgir Ólafur Helgason, Stjórnskipulag Knattspyrnusambands Íslands. Leiðbeinandi: Gestur Páll Reynsson.

Dómnefnd: G.Rósa Eyvindardóttir, Grétar Þór Eyþórsson, Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir og Agnar Freyr Helgason.

Verðlaunahafi og ritgerð á meistarastigi:

Lilja Sigurbjörg Harðardóttir. Hvað skýrir ánægjumun íbúa í úthverfum og miðlægari hverfum með þjónustu Reykjavíkurborgar? Leiðbeinandi: Hulda Þórisdóttir.

Dómnefnd: Eva Marín Hlynsdóttir, Bjarni Bragi Kjartansson og Agnar Freyr Helgason.

Verðlaunaritgerðir 2015 (verðlaun veitt 2016)

Verðlaunahafi og ritgerð á BA stigi:

Jón Þór Kristjánsson, Þróun hugmyndarinnar um fjölbreytt rekstrarform í heilbrigðisþjónustu á vettvangi íslenskra stjórnmála. Leiðbeinandi: Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir.

Aðrar ritgerðir sem tilnefndar á BA stigi voru:

Matthías Ólafsson. Opinber húsnæðislánastofnun í tímans rás. Réttmæti opinberrar stofnunar á íslenskum húsnæðislánamarkaði á árunum 1957-2008. Leiðbeinandi: Gestur Páll Reynisson.

Pétur Gunnarsson. Iceland under Hegemony? Leiðbeinandi: Baldur Þórhallsson.

Þórður Jóhannsson, Hvað er þjóðarmorð? Áhrif hugtaksins á afstöðu tyrkneskra stjórnvalda til fjöldamorðanna á Armenum í Ottómanveldinu. Leiðbeinandi: Silja Bára Ómarsdóttir.

Dómnefnd: Eva H. Önnudóttir, G.Rósa Eyvindardóttir og Grétar Þór Eyþórsson

Verðlaunahafi og ritgerð á meistarastigi:

Sverrir Steinsson. Why Did the Cod Wars Occur and Why Did Iceland Win Them? A Test of Four Theories. Leiðbeinendur: Silja Bára Ómarsdóttir og Guðni Th. Jóhannesson.

Dómnefnd: Eva Marín Hlynsdóttir, Bjarni Bragi Kjartansson og Agnar Freyr Helgason